Hljóðfærahúsið
Hljóðfærahúsið er einfaldur leikur þar sem er verið að þjálfa hlustun og þekkja hljóðfærin.
Leikurinn er þannig að útbúið er hús með því sem til er í umhverfinu.
Húsið getur verið lítið tjald, dýnur og teppi, stúkað af með færanlegri hillu eða eitthvað þannig að barnið sem fer inní húsið er ekki í sjónlínu við hin börnin.
Eitt barn fer inní húsið í einu.
Hin börnin sitja saman fyrir utan húsið og hlusta.
Inní húsinu eru hljóðfæri og barnið sem fer inn fær að velja sér eitt hljóðfæri að spila á.
Þegar barnið spilar á hljóðfærið eiga hin börnin að leggja við hlustir og giska hvaða hljóðfæri þau eru að spila á.